Icesave í utanríkismálanefnd

Íslenskir fánar við Alþingishúsið
Íslenskir fánar við Alþingishúsið mbl.is/Ómar

Utanríkismálanefnd Alþingis fundar nú um Icesave-samningana og hófst fundurinn kl. 8 í morgun. Meðal gesta nefndarinnar eru Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Fjárlaganefnd Alþingis voru kynnt viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvörunum við Icesave-samningana í gær. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, sagði ekki ástæðu til að kalla nefndina aftur saman í dag eða næstu daga vegna þessara viðbragða nema eitthvað nýtt komi fram.

Guðbjartur sagði málið vera í höndum ríkisstjórnarinnar. Hún hafi lögin um fyrirvarana til að fara eftir. Komi upp hugmyndir um breytingar á lögunum þurfi að leggja þær fyrir þingið og þá muni málið væntanlega koma til kasta fjárlaganefndar. 

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert