Launafólk stýri sínum sjóðum

Frá ársfundi ASÍ í fyrra. Það kemur væntanlega í hlut …
Frá ársfundi ASÍ í fyrra. Það kemur væntanlega í hlut þingfulltrúa á ársfudni ASÍ sem fram fer dagana 22. og 23. október næstkomandi, að taka afstöðu til setu fulltrúa atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða innan ASÍ.

„Þessi til­laga geng­ur út á að stór­auka lýðræðið þannig að all­ir sjóðsfé­lag­ar, bæði greiðend­ur og líf­eyr­isþegar, hafi mögu­leika á því að bjóða sig fram til stjórn­ar­setu í líf­eyr­is­sjóðum inn­an ASÍ,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness.

Fé­lagið hyggst leggja til­lögu fyr­ir árs­fund ASÍ sem miðar að því að launa­fólk taki yfir stjórn­un líf­eyr­is­sjóða inn­an ASÍ og að stjórn­ar­menn verði kosn­ir beinni kosn­ingu. Drög að til­lögu liggja nú fyr­ir og verða drög­in rædd í stjórn og trúnaðarráði Verka­lýðsfé­lags Akra­ness á morg­un.

40 ára gam­all samn­ing­ur

Nú eru liðin 40 ár frá því að ASÍ gekk fyrst frá samn­ingi um líf­eyr­is­mál við Vinnu­veit­enda­sam­band Íslands. Í þeim samn­ingi er kveðið á um að verka­lýðshreyf­ing­in og at­vinnu­rek­end­ur skipti með sér sæt­um í stjórn­um líf­eyr­is­sjóðanna að jöfnu. Ann­ar samn­ing­ur var svo gerður milli ASÍ og Vinnu­veit­enda­sam­bands­ins, nú Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, þann 12. des­em­ber 1995. Í þeim samn­ingi er sama ákvæði um skipt­ingu stjórn­ar­sæta í líf­eyr­is­sjóðum.

Í þeim til­lögu­drög­um sem nú liggja fyr­ir er lagt til að árs­fund­ur ASÍ samþykki að miðstjórn ASÍ hefji strax vinnu við end­ur­skoðun á fyrr­greind­um samn­ingi og er vitnað í end­ur­skoðun­ar­á­kvæði þar um. End­ur­skoðunin miði að því að tryggja að launa­fólk yf­ir­taki stjórn­un líf­eyr­is­sjóða inn­an ASÍ. JAfn­framt er lagt til að árs­fund­ur ASÍ samþykki að unnið verði að breyt­ing­um á reglu­gerðum sjóðanna, þannig að sjóðsfé­lag­ar kjósi stjórn­ar­menn beinni kosn­ingu.

„Árs­fund­ur ASÍ er akkúrat rétti vett­vang­ur­inn til þess að taka á því hvort at­vinnu­rek­end­ur eiga að vera inni í stjórn­um líf­eyr­is­sjóðanna eða ekki. Það er ekk­ert í kjara­samn­ing­um sem kveður á um skip­an stjórna líf­eyr­is­sjóða eins og at­vinnu­rek­end­ur hafa verið að ýja að. Þetta ligg­ur í þess­um 40 ára gamla samn­ingi og það er því árs­fund­ur ASÍ sem get­ur og á að taka ákvörðun um breyt­ing­ar sem þess­ar,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son.

Eng­in sátt um setu at­vinnu­rek­enda í stjórn­um

í grein­ar­gerð með til­lögu­drög­un­um sem rædd verða á morg­un, seg­ir að öll­um sé ljóst að traust og trú­verðug­leiki líf­eyr­is­sjóðanna hafi beðið gíf­ur­leg­an hnekki á und­an­förn­um miss­er­um. Þetta traust verði verka­lýðshreyf­ing­in að byggja upp aft­ur. Einn liður í þeirri upp­bygg­ingu sé að at­vinnu­rek­end­ur víki úr stjórn­um líf­eyr­is­sjóðanna, enda ríki ekki mik­il sátt meðal sjóðsfé­laga um stjórn­ar­setu at­vinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóðunum.

Nokk­ur stétt­ar­fé­lög hafa að und­an­förnu ályktað um mik­il­vægi þess að sjóðsfé­lag­ar ein­ir sjái um stjórn­un sjóðanna enda hags­mun­ir þeirra afar rík­ir um hvernig fjár­fest­ing­ar­stefna er ákveðin fyr­ir líf­eyr­is­sjóðina.

Í grein­ar­gerð með til­lögu­drög­un­um seg­ir enn­frem­ur að eng­in hald­bær rök séu fyr­ir því að at­vinnu­rek­end­ur sitji í stjórn­um sjóðanna og taki ákv­arðanir um fjár­fest­ing­ar­leiðir, þegar fyr­ir liggi að krosseigna­tengsl og hags­muna­árekstr­ar full­trúa at­vinnu­rek­enda í sjóðunum geti klár­lega skar­ast á við hags­muni sjóðsfé­laga. Aug­ljós hætta sé á að hags­mun­um sjóðsfé­laga sé vikið til hliðar.

At­vinnu­rek­end­ur lúti sömu lög­mál­um og aðrir sjóðsfé­lag­ar

„Við erum ekki að leggja til að verka­lýðshreyf­ing­in hirði öll stjórn­ar­sæt­in í líf­eyr­is­sjóðunum. Það er ekki til­gang­ur til­lög­unn­ar held­ur að stór­auka lýðræðið þannig að all­ir sjóðsfé­lag­ar, bæði greiðend­ur og líf­eyr­isþegar, hafi mögu­leika á því að bjóða sig fram til stjórn­ar­setu. Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, get­ur því líkt og aðrir sjóðsfé­lag­ar í viðkom­andi líf­eyr­is­sjóði, boðið sig fram til stjórn­ar­setu. Svo kem­ur í ljós hvort hann nær kosn­ingu. Það er út­færslu­atriði hvernig kosn­ingu yrði háttað, hvort það yrði í alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu meðal sjóðsfé­laga eða á árs­fundi viðkom­andi líf­eyr­is­sjóðs,“ seg­ir formaður VLFA.

Stjórn og trúnaðarráð VLFA ræðir drög­in og á morg­un. Í kjöl­farið þarf að senda miðstjórn ASÍ til­lög­una til meðferðar en miðstjórn gef­ur sína um­sögn og legg­ur til­lög­una fyr­ir árs­fund ASÍ sem hald­inn verður dag­ana 22. og 23. októ­ber.

„Það yrði saga til þarnæsta bæj­ar ef ef þessi til­laga fengi ekki hljóm­grunn. Ég skora á alla launþega að fylgj­ast vel með hver af­drif til­lög­unn­ar verða, bæði hjá miðstjórn ASÍ og ekki síður á árs­fundi ASÍ. Ef að verka­lýðshreyf­ing­in vill ekki að sjóðsfé­lag­arn­ir sjálf­ir, eig­end­ur sjóðanna, stjórni þeim og að lýðræði við val á stjórn­ar­mönn­um verði stór­aukið þannig að stjórn­ar­menn verði kosn­ir beinni kosn­ingu, þá er það grafal­var­legt mál fyr­ir verka­lýðshreyf­ing­una. Það verður mér óskilj­an­legt ef þessi til­laga fær ekki full­an stuðning,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka