Múlbundnir þingmenn

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að Icesave - málið sé á byrjunarreit nema Bretum og Hollendingum snúist hugur og þeir samþykki fyrirvara Alþingis við ríkisábyrgð vegna Icesave óbreytta. Hann gagnrýnir leyndina sem hvílir yfir óformlegum viðbrögðum Breta og Hollendinga og segir þingmenn múlbundna.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist ekki telja að ríkisábyrgðin sé í uppnámi vegna þessa. Það sé góður grundvöllur til að ná sátt um málið við Breta og Hollendinga og það sé mjög mikilvægt enda sé orðið framorðið í þessu máli. Allt hvíli á þessu eina málið. Það þurfi að halda áfram með uppbygginguna, klára endurskipulagningu bankanna, styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn og ná fram endurskoðun samningsins við Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert