Ólafur kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins

Ólafur kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins síðdegis.
Ólafur kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins síðdegis. mbl.is/Golli

Ólaf­ur Þ. Stephen­sen kvaddi starfs­menn Morg­un­blaðsins á starfs­manna­fundi síðdeg­is en fyrr í dag varð að sam­komu­lagi  hans og  eig­enda Árvak­urs hf. að hann léti af störf­um sem rit­stjóri Morg­un­blaðsins. Fram kom að það væri vegna mis­mun­andi áherslna varðandi rit­stjórn og rekst­ur  blaðsins. 

Ólaf­ur sagði, þegar hann ávarpaði starfs­menn, að hann ætlaði ekki að halda því fram að þessi niðurstaða væri sér að skapi. En hann og Óskar Magnús­son, út­gef­andi Morg­un­blaðsins, hefðu átt um þessi efni hrein­skipt­in og heiðarleg sam­skipti all­an tím­ann og vitað hvar þeir höfðu hvor ann­an.

„Það er mikið um það rætt hvernig eig­end­ur fjöl­miðla beiti valdi sínu. Ég tel að þeir eigi að gera það með þeim hætti, sem eig­end­ur Árvak­urs hafa gert. Þeir ráða rit­stjór­ann og þeir geta látið hann fara. Það eru hrein­legri stjórn­ar­hætt­ir en að eig­end­urn­ir hafi af­skipti af dag­leg­um rekstri rit­stjórn­ar­inn­ar," sagði Ólaf­ur.

Ólaf­ur tók við rit­stjórn Morg­un­blaðsins í júní á síðasta ári. Hann sagðist vera stolt­ur af þeim ár­angri, sem blaðið hefði náð við erfiðar aðstæður í sam­fé­lag­inu og á fjömmiðlamarkaðnum.

„Ég er stolt­ur af því hvernig rit­stjórn Morg­un­blaðsins hef­ur staðið sig und­an­farið ár, eft­ir að ís­lenskt sam­fé­lag fór á ann­an end­ann í banka­hrun­inu. Ég tel að við höf­um staðið okk­ar plikt sem óháður og gagn­rýn­inn fjöl­miðill, veitt al­menn­ingi þær bestu upp­lýs­ing­ar sem við gát­um og sýnt bæði stjórn­völd­um og viðskipta­líf­inu strangt aðhald. Við höf­um eng­um hlíft í þeirri um­fjöll­un okk­ar, ekki ein­stök­um stjórn­mála­öfl­um eða valda­mönn­um, ekki ein­stök­um fyr­ir­tækj­um eða sam­steyp­um, ekki vin­um okk­ar, ekki einu sinni eig­end­um okk­ar á hverj­um tíma. Þannig á sjálf­stæð rit­stjórn að starfa," sagði Ólaf­ur.

Hann sagðist síðan vera sann­færður um að Árvak­ur, Morg­un­blaðið, mbl.is og hvaða aðrir miðlar, sem kunni að verða stofnaðir á veg­um þessa fyr­ir­tæk­is, eigi sér bjarta framtíð vegna þess að þar starfi þrautþjálfað fólk, sem sé í stakk búið til að tak­ast á við hvaða verk­efni sem er og hvaða sam­keppni sem er.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert