Peningar eru ekki allt

00:00
00:00

Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri seg­ir að auðvitað verði að gæta hófs í launa­lækk­un­um starfs­manna Seðlabank­ans en hann hafi þó um annað að hugsa. Hann hafi sjálf­ur ákveðið að verða seðlabanka­stjóri og hverfa úr starfi hjá Alþjóðastofn­un þar sem hann fékk fimm millj­ón­ir á mánuði. Pen­ing­ar séu ekki allt.

Fyrr­ver­andi banka­stjóri Seðlabank­ans sagði að starfs­menn Seðlabanka og Fjár­mála­eft­ir­lits gætu lent í fjár­hags­vanda gengi þessi lækk­un niður all­an stig­ann sem yrði afar óheppi­legt fyr­ir þess­ar stofn­an­ir.

Þetta kom fram í um­sögn um frum­varp sem nú er orðið að lög­um og fel­ur í sér launa­lækk­un op­in­berra stjórn­enda þar sem þeirri meg­in­reglu yrði fylgt að eng­inn þeirra hefði hærri laun en for­sæt­is­ráðherra.  Margt er þó enn á huldu um út­færsl­una inn­an viðkom­andi stofn­ana.

Már Guðmunds­son seg­ir að þetta sé al­mennt sjón­ar­mið. Það sé talið óheppi­legt að þeir lendi í vanda gagn­vart þeim stofn­un­um sem þeir eigi að hafa eft­ir­lit með. Hann viti þó ekki hvaða áhrif það hafi í þessu til­felli né hvernig þetta verði út­fært. Hon­um finn­ist annað brýnna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert