Ríkisráð Íslands, sem samanstendur af forseta
lýðveldisins, Ólafi Ragnari Grímssyni, og ríkisstjórn Íslands, kom saman á Bessastöðum
klukkan ellefu.
Um er að ræða hefðbundinn fund sem
haldinn er á milli þinga. Herma heimildir að ekki sé á döfinni að gera
mannabreytingar í ríkisstjórninni, heldur eigi að fara yfir og
staðfesta lög sem samþykkt hafi verið á sumarþinginu.