Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Ómar Óskarsson

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist nú 43,9% í könn­un sem MMR hef­ur gert á fylgi flokk­anna og stuðningi við rík­is­stjórn­ina. Er þetta viðsnún­ing­ur frá því í apríl 2009 þegar 51,5% sögðust styðja þáver­andi rík­is­stjórn sömu flokka og nú sitja í rík­is­stjórn. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bæt­ir við sig tæp­um 8% frá síðustu kosn­ing­um og mæl­ist nú stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn á þingi, en 31,6% segj­ast myndu kjósa flokk­inn væri gengið til kosn­inga í dag.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar dal­ar aft­ur á móti nokkuð og mæl­ist nú 24,1% en var 29,8% við síðustu kosn­ing­ar. Fylgi Vinstri grænna mæl­ist 19,8, fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ist 16,6% og Borg­ara­hreyf­ing­in mæl­ist með 3,1% fylgi. 4,8% segj­ast myndu kjósa aðra flokka, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá MMR.

Andstaða við rík­i­s­tjórn­ina mæl­ist nú svipuð (56,1%) og mæld­ist við rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de í októ­ber strax eft­ir banka­hrun (54,8%).

Sjá nán­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert