Þarf ekki að greiða fyrir auglýsingarnar

Blöð og tímarit sem Birtíngur hefur gefið út.
Blöð og tímarit sem Birtíngur hefur gefið út.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félagið Steikur og leiki ehf. af kröfu útgáfufélagsins Birtíngs vegna auglýsinga, sem birtust í blöðum útgáfunnar á síðasta ári.

Dómurinn taldi, að Birtingur hefði ekki lagt fram skrifleg gögn um að samið hefði verið um birtingu auglýsinga frá Steikum og leikjum. Orð starfsmanna Birtings um það gætu ekki bætt úr því.

Alls birtust 12 auglýsingar frá Steikum og leikjum í DV, Séð og heyrt, Skakka turninum, Sögunni allri og Leifi og hljóðaði heildarkrafan upp á tæpar 1,4 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert