Íslenska fyrirtækið Northern Lights Energy hefur hug á að gera Færeyjar að reynslulandi fyrir rafbíla. Loftslagið þar þykir heppilegt fyrir hleðslurafhlöður og smæðin geri auðvelt að setja þar upp hleðslustöðvar á skömmum tíma.
Þetta segir Johan Dahl, landsstjórnarmaður sem fer með atvinnumál, í samtali við fréttavef Dimmalætting (dimma.fo). Johan sótti ráðstefnuna Driving Sustainability '09 sem haldin var nýlega í Reykjavík. Þar ræddi hann við fulltrúa Northern Lights Energy sem sýndu Færeyjum mikinn áhuga.