Valgeir Skagfjörð segir fyrrverandi þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa sýnt óheiðarleika en þeir hafa nú ásamt fleirum stofnað nýjan flokk, Hreyfinguna, Hann segir stóran hóp kjósenda Borgarahreyfingarinnar mjög reiða og sára. Þeir hafi kosið Borgarahreyfinguna en ekki þessa tilteknu þingmenn.
Valgeir segist vera maður sátta og hann hafi reynt að miðla málum. Þau hafi nefnt ákveðnar forsendur fyrir áframhaldandi samstarfi í gær og hann hafi sagst reiðubúinn að skoða það. Það virðist hinsvegar að þá þegar hafi þingmennirnir verið búnir að ákveða eitthvað annað.
Valgeir segist ætla að ræða við Þráinn Bertelsson sem hefur starfað utan flokka vegna ósamkomulags við aðra fyrrverandi þingmenn flokksins. Hann segir að þeim Þráni sé vel til vina og þeir eigi gott með að tala saman. Hann telur að það verði auðveldara að tala við Þráinn eftir þessar síðustu vendingar.