Atvinnuleysistryggingasjóður að tæmast

Atvinnuleysi eykst víðast í heiminum þessi misserin
Atvinnuleysi eykst víðast í heiminum þessi misserin Reuters

Atvinnuleysistryggingasjóður tæmist að öllu óbreyttu um mitt næsta ár. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn þurfi að eiga 30 milljarða til að eiga fyrir greiðslum vegna 9-10% atvinnuleysis sem spáð er á næsta ári.

Sjóðurinn hefur á árinu gengið á fé sem hann átti frá góðæristímum og þreföldun tryggingagjalds á miðju þessu ári, hefur ekki dugað til að standa straum af auknum útgjöldum.

Þrátt fyrir væntanlega greiðsluskyldu upp á um 30 milljarða úr sjóðnum á næsta ári er búist við að tryggingagjaldið muni aðeins skila inn um 16 milljörðum. Eftir stendur þá 14 milljarða gat sem þarf að fylla en sjóðurinn hefur hingað til náð að standa undir greiðslum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka