Icelandair dregur til baka uppsagnir 24 flugmanna

Icelanda­ir hef­ur í þess­um mánuði dregið til baka upp­sagn­ir alls 24 flug­manna fé­lags­ins vegna auk­inna verk­efna í vet­ur. Jafn­framt munu níu flug­stjór­ar, sem stóð til að flytt­ust í sæti flug­manns, halda stöðum sín­um.

„Það er sem kunn­ugt er mik­il árstíðasveifla í flug- og ferðastarf­sem­inni, og mun fleiri störf í boði yfir há­anna­tím­ann á sumr­in en í lágönn vetr­ar­ins. Þess vegna er jafn­an ráðinn inn hóp­ur flug­manna að vori og sagt upp að hausti,“ seg­ir Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi fé­lags­ins.

Guðjón seg­ir að nú bregði svo við að fyr­ir­sjá­an­leg séu auk­in verk­efni í flugrekstri Icelanda­ir í vet­ur og því þörf fyr­ir starfs­krafta flug­manna mun meiri en áður var áætlað.

„Bók­an­ir í áætl­un­ar­flugi í haust eru betri en á horfðist og samið hef­ur verið um aukið frakt­flug og leiguflug á veg­um Icelanda­ir,“ seg­ir hann.

Rúm­lega 200 flug­menn verða starf­andi hjá Icelanda­ir í vet­ur en voru um 240 þegar mest var á þessu sumri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert