Ekið utan vega í Marardal

Utanvegaakstur á torfæruhjólum vaxandi vandamál
Utanvegaakstur á torfæruhjólum vaxandi vandamál Rax / Ragnar Axelsson

Lögreglumenn frá Selfossi rákust í gær við göngueftirlit vestan í Henglinum, á tvo menn sem óku torfæruhjólum.

Gengu lögreglumennirnir rúmlega sex kílómetra leið frá Bolavöllum til norðausturs um Húsmúla, Engidal og inn í Marardal í þeim tilgangi að huga að utanvegaakstri torfæruhjóla og fjórhjóla. 

Á leið sinni til baka suðvestur úr Marardal urðu þeir varir við tvö torfæruhjól sem var ekið inn í Marardal og þar eftir og utan við göngustíg. 

Lögreglumennirnir snéru við og hittu á ökumennina innst inni í dalnum.  Mennirnir voru kærðir og mál þeirra sent til ákæruvalds. Að sögn lögreglu voru augljós og ljót merki um akstur torfæruhjóla og fjórhjóla á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert