Ekið utan vega í Marardal

Utanvegaakstur á torfæruhjólum vaxandi vandamál
Utanvegaakstur á torfæruhjólum vaxandi vandamál Rax / Ragnar Axelsson

Lög­reglu­menn frá Sel­fossi rák­ust í gær við göngu­eft­ir­lit vest­an í Hengl­in­um, á tvo menn sem óku tor­færu­hjól­um.

Gengu lög­reglu­menn­irn­ir rúm­lega sex kíló­metra leið frá Bola­völl­um til norðaust­urs um Hús­múla, Engi­dal og inn í Mar­ar­dal í þeim til­gangi að huga að ut­an­vega­akstri tor­færu­hjóla og fjór­hjóla. 

Á leið sinni til baka suðvest­ur úr Mar­ar­dal urðu þeir var­ir við tvö tor­færu­hjól sem var ekið inn í Mar­ar­dal og þar eft­ir og utan við göngu­stíg. 

Lög­reglu­menn­irn­ir snéru við og hittu á öku­menn­ina innst inni í daln­um.  Menn­irn­ir voru kærðir og mál þeirra sent til ákæru­valds. Að sögn lög­reglu voru aug­ljós og ljót merki um akst­ur tor­færu­hjóla og fjór­hjóla á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka