Fréttaskýring: Grænn farmiði inn í framtíðarlandið

Þrem­ur árum eft­ir að hag­fræðing­ur­inn Nicholas Stern hristi upp í heims­byggðinni með skýrslu sinni um efna­hags­leg áhrif lofts­lags­breyt­inga virðast um­hverf­is­mál­in vera að finna sér leið að hjarta Íslend­inga. Aldrei hef­ur verið meira fram­boð á fyr­ir­lestr­um, ráðstefn­um, nám­skeiðum og alls kyns sam­kom­um um um­hverf­is­mál og aðsókn­in er mik­il.

Heim­sókn nó­bels­verðlauna­haf­ans og for­manns lofts­lags­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna, dr. Raj­endra K. Pachauri, hingað til lands nú um helg­ina er aðeins ein af fjöl­mörg­um uppá­kom­um á miss­er­inu og fleiri „alþjóðleg­ar kanón­ur“ hafa verið hér eða eru vænt­an­leg­ar. Hátt í tíu eða fleiri málþing og ráðstefn­ur hafa verið skipu­lögð nú á haust­miss­eri og þá eru aðeins nefnd­ar þær sem þegar hafa verið aug­lýst­ar. A.m.k. tvær fyr­ir­lestr­araðir eru að auki í gangi með viku­leg­um er­ind­um og þá eru ótal­in ýmis nám­skeið víða um land.

Eygi von um ný­sköp­un

Margt af því sem nú er í al­gleym­ingi er þó ekki ný vís­indi, svo sem umræðan um vist­hæf far­ar­tæki sem gríðarleg­ur áhugi skapaðist á í kjöl­far ráðstefnu hér á landi í síðustu viku. „Menn hafa talað um þetta í mörg ár en eng­inn viljað hlusta,“ seg­ir Stefán. Enda hef­ur áhugi Íslend­inga á lofts­lags­mál­um hingað til þótt hverf­andi, líka á ár­un­um 2006 og 2007 þegar skýrsl­ur Sterns og lofts­lags­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna komu út og ollu mik­illi vakn­ingu á alþjóðavísu. Vissu­lega fór fram umræða í fjöl­miðlum um skýrsl­urn­ar sem og kvik­mynd Als Gor­es um hlýn­un lofts­lags en efa­semdaradd­ir hljómuðu á sama tíma hátt. „Nú held ég að menn séu að átta sig á að þetta er ekki nein vit­leysa,“ seg­ir Stefán.

Hann bæt­ir því við að þótt al­menn­ing­ur sé e.t.v. lítið meðvitaður um lofts­lags­ráðstefn­una sem fram fer í Kaup­manna­höfn í des­em­ber, þar sem leiðtog­ar heims hyggj­ast kom­ast að sam­komu­lagi sem taka á við af Kyoto-bók­un­inni, þá hafi hún sín áhrif á umræðuna.

Bryn­hild­ur Davíðsdótt­ir, dós­ent í meist­ara­námi í um­hverf­is- og auðlinda­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir aðsókn í námið hafa tvö­fald­ast á einu ári. „Þetta er vakn­ing sem er loks­ins að koma til Íslands. Það er gríðarleg­ur áhugi.“ Sömu sögu er að segja af grunn­námi í um­hverf­is- og orku­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri. Þar stunduðu 24 námið í fyrra en 42 nú. Þá eru ótal­in nám­skeið End­ur­mennt­un­ar­stofn­un­ar og annarra.

Sér­fróður um nýt­ingu auðlinda

Dr. Pachauri flyt­ur op­inn fyr­ir­lest­ur í hátíðarsal aðal­bygg­ing­ar Há­skóla Íslands í dag kl. 11.30.

Dr. Rajendra K. Pachauri ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands …
Dr. Raj­endra K. Pachauri ásamt Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands og Krist­ínu Ing­ólfs­dótt­ur, rektor HÍ.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka