Hefðu átt að minnka umsvifin

Geir H. Haarde ávarpar íslensku þjóðina eftir hrunið.
Geir H. Haarde ávarpar íslensku þjóðina eftir hrunið. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, viður­kenndi í vin­sæl­um sænsk­um viðtalsþætti, að ís­lenska rík­is­stjórn­in hefði átt að tak­marka um­svif bank­anna og efla Fjár­mála­eft­ir­litið. Geir var gest­ur sjón­varps­manns­ins Fredrik Ska­vl­an sem gekk að hon­um og spurði hvort hann tæki ábyrgð á hrun­inu.

Viðtalið við Geir má sjá hér en áður en hann steig á svið lék Al­ex­and­er Ry­bak, sig­ur­veg­ari síðustu Evr­óvi­sjón­keppni, á fiðlu.

Geir varð ekki að ósk Ska­vl­ans, að því er fram kem­ur á frétta­skýr­ing­ar­vefn­um AMX, þar sem fjallað er um viðtalið.

Seg­ir þar að það horfi að jafnaði 2 til 3 millj­ón­ir Skandína­va á þátt­inn með Ska­vl­an.

„Geir vildi ekki gang­ast við ábyrgðinni en viður­kenndi að rík­is­stjórn Íslands hefði átt að tak­marka um­svif bank­anna og efla Fjár­mála­eft­ir­litið. Hann sagðist hafa hreina sam­visku þegar Ska­vl­an gekk harðast fram. Hann viður­kenndi þó að rík­is­stjórn­in und­ir hans for­sæti hafi ekki gert allt rétt. Hann lagði áherslu á að fjár­málakrepp­an væri heimskreppa en ís­lensku bank­arn­ir hefðu verið bún­ir að taka mikla áhættu þegar krepp­an skall á.

Geir sagði einnig að eitt­hvað hefði þurft að gera varðandi regl­urn­ar á Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Það hefði verið hægt og að hann sæi eft­ir að hafa ekki gert það. Hann lagði áherslu á að rekst­ur bank­anna hefði verið í sam­ræmi við evr­ópsk­ar regl­ur.

Þátt­ur Ska­vl­an hef­ur í meira en ára­tug notið mik­illa vin­sælda; fyrst í Nor­egi og nú einnig í Svíþjóð. Þátt­ur­inn er nú send­ur út frá Stokk­hólmi. Í þess­um fyrsta þætti hausts­ins þótti Ska­vl­an hins veg­ar tak­ast miður upp og blöð í Nor­egi gefa hon­um lága ein­kunn í dag þótt viðtalið við Geir hafi þótt fjör­ugt,“ seg­ir orðrétt í frétt AMX.

Kasparov sá Carlsen fyrst í Reykja­vík

Áhuga­mönn­um um skák er bent á að Ska­vl­an ræðir síðar í þætt­in­um við Garrí Kasparov, fyrr­ver­andi heims­meist­ara í skák, þar sem hann spyr hann út í undra­barnið Magn­us Carlsen. Svar­ar Kasparov þá því til að hann hafi séð Carlsen í Reykja­vík fyr­ir fimm árum og hrif­ist af hon­um. Viðtals­brotið má sjá hér en það er eft­ir 43 mín­út­ur.

„Fyrr en síðar hætt­um við all­ir,“ sagði Kasparov aðspurður um þá ákvörðun sína að hætta keppni í skák.

Hér má nálg­ast vefsíðu Ska­vl­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert