NYT um viðbrögð vegna fyrirvara

Forsíða New York Times
Forsíða New York Times

Andmæli vegna Icesave aðeins “fyrstu viðbrögð” er yfirskrift greinar í bandaríska dagblaðinu The New York Times sem birt er í dag. Þar eru rakin viðbrögð íslenskra ráðamanna við andmælum Breta og Hollendinga vegna fyrirvara við Icesave ríkisábyrgðina.

Er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra að andmæli Breta og Hollendinga séu aðeins óformleg fyrstu viðbrögð ríkjanna og vilji sé til þess leysa málið sem hraðast.

Er forsaga Icesave fyrirvaranna rakin og bent á að þar inni hafi verið settur sá fyrirvari að samningurinn renni út í júní 2024. Bretar og Holllendingar hafi ekki sætt sig við það að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Er bent á mun meira sé í húfi en aðeins samskipti ríkjanna þar sem fjárhagsaðstoð frá bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum ríkjum Evrópu hangi á því að Icesave gangi upp.

Íslendingar eru sagðir reiðir, telji sig hafa sætt ósanngjarnri málsmeðferð af hendi ríkjanna tveggja og óttist að skilmálar samningsins komi niður á þegar slæmum efnahag Íslands.

Frétt The New York Times má finna hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert