Óttast beitingu bráðabirgðalaga

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins óttast að ríkisstjórnin ætli að beita bráðabirgðalögum til að koma til móts við athugasemdir Hollendinga og Breta við fyrirvara Alþingis vegna Icesave-ábyrgðar. Höskuldur sagði í samtali við RÚV að yfirlýsingar forsætisráðherra bentu til þess.

Jóhanna Sigurðardóttir hafi sagt að klára ætti málið fljótlega innan ríkisstjórnarinnar en málið eigi síðar að koma fyrir þingið. Það hljómi eins og setja eigi bráðabirgðalög um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka