Ráðgjafar spyrja ekki um hag fólks

Sigurlaug Sverrisdóttir og Þóra Kristín Arnarsdóttir rannsökuðu hvernig fjármálaráðgjafar gefa …
Sigurlaug Sverrisdóttir og Þóra Kristín Arnarsdóttir rannsökuðu hvernig fjármálaráðgjafar gefa ráð.

„Ástæðan fyr­ir því að við fór­um í huldu­heim­sókn­ir er að það skekk­ir ekki mynd­ina. Ráðgjaf­inn sem er að gefa ráð er að veita venju­leg­um viðskipta­manni bank­ans ráðgjöf og fær ekk­ert að vita að verið sé að taka niður upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Sig­ur­laug Sverr­is­dótt­ir.

Hún ásamt Þóru Krist­ínu Arn­ars­dótt­ur gerði rann­sókn fyr­ir loka­rit­gerð þeirra í viðskipta­fræði í Há­skól­an­um í Reykja­vík. Rann­sókn­in fólst í því að 12 banka­úti­bú voru heim­sótt, þrjú frá hverj­um bank­anna; KB banka, Lands­banka Íslands, Íslands­banka og Byr. Rann­sókn­in var gerð sl. sum­ar og mark­miðið var að kom­ast að því hvernig og hvort fjár­málaráðgjaf­ar veittu ráð sam­kvæmt aðstæðum hvers og eins. Stöll­urn­ar fengu ut­anaðkom­andi fólk til að fara í bank­ann fyr­ir sig og leita ráða, svo­kallaðar huldu­heim­sókn­ir.

Niður­stöðurn­ar voru mjög eins­leit­ar og því var ekki talið að gera þyrfti ná­kvæm­ari rann­sókn held­ur.

„Það er í raun sagt það sama við alla, burt­séð frá þörf­um þeirra,“ seg­ir Sig­ur­laug.

Eng­inn af þeim tólf ráðgjöf­um sem veittu fjár­málaráðgjöf spurði um áhættuþol, fjár­hags­leg mark­mið, framtíðaráform, hugs­an­leg­an tekjum­issi eða hvort viðkom­andi ein­stak­ling­ur hefði skrifað upp á ábyrgð fyr­ir ann­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert