Samkomulag um Vaðlaheiðargöng

Flugstöðin á Akureyri. Vaðlaheiði í baksýn.
Flugstöðin á Akureyri. Vaðlaheiði í baksýn.

Full samstaða er meðal stjórn­ar­flokk­anna um hvaða op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir, fjár­magnaðar af líf­eyr­is­sjóðunum, skuli farið í á næst­unni. Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur lýst yfir vilja sín­um til þess að haf­ist verði handa um fram­kvæmd­ir við Búðar­háls­virkj­un og Suður­lands­veg og hönn­un nýs Land­spít­ala. Önnur verk­efni sem eru inni í mynd­inni eru til að mynda Vaðlaheiðargöng og stækk­un flug­stöðvar­inn­ar á Ak­ur­eyri, seg­ir Álf­heiður Inga­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna og vara­formaður þing­flokks þeirra.

„Ég lít svo á að full póli­tísk samstaða sé um málið og aðeins út­færsl­an sé eft­ir,“ seg­ir Álf­heiður. Hún býst við að lín­ur í mál­inu verði lagðar á fundi stjórn­valda og for­ystu­manna líf­eyr­is­sjóðanna sem fyr­ir­hugaður er í næstu viku. Gert er ráð fyr­ir að kostnaður við fram­kvæmd­irn­ar verði á bil­inu 80 til 90 millj­arðar króna. Nefnt hef­ur verið að kostnaður við Land­spít­al­ann verði um 50 millj­arðar og við Búðar­háls­virkj­un 30 millj­arðar.

„Við höf­um lagt áherslu á að fram­kvæmd­irn­ar séu með breidd í mannafli og skapi störf á ýms­um sviðum, svo sem við hönn­um, tækni­mál, bein­ar fram­kvæmd­ir og svo fram­veg­is, og séu auk held­ur til þess falln­ar að vinna á at­vinnu­leysi. Auk þess gera líf­eyr­is­sjóðirn­ir eðli­lega kröfu um arð af þeim verk­efn­um sem þeir leggja fjár­muni til,“ seg­ir Álf­heiður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert