Ríkisstjórnin hefur gefið Landsvirkjun grænt ljós á að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun við Þjórsá.
Áætlanir gera ráð fyrir að uppsett afl Búðarhálsvirkjunar verði 80-85 MW. Fjárfestingin hefur verið talin geta kostað u.þ.b. 25 milljarða króna. Ljóst er að ekki verður ráðist í svo stórt verkefni nema fyrir liggi samningar um sölu á raforku frá virkjuninni. Ekki virðist vera skortur á áhugasömum kaupendum.