Aukið traust á Morgunblaðinu og mbl.is

Merki MMR.
Merki MMR.

Morgunblaðið og mbl.is njóta trausts mest trausts þeirra sem lesa dagblöð og netmiðla og bætir 6,2% við sig frá fyrri könnunum sem er mesta aukning hjá fjölmiðli. Þetta er niðurstaða könnunar MMR á trausti almennings til helstu sjónvarps-, prent- og netfréttamiðla.

Fram kemur  hjá MMR að Morgunblaðið er enn sem fyrr það dagblað sem nýtur mests trausts meðal svarenda, en 57,9% þeirra segjast nú bera mikið traust til blaðsins. Fréttablaðið nýtur mikils trausts meðal 38,1% svarenda.

Meðal netfréttamiðla nýtur Mbl.is mests trausts, en 59,6% segjast bera mikið traust til Mbl.is, sem eru 32,7 prósentustigum fleiri en þeir sem segjast bera mikið traust til Visir.is (26,9%).

Um 75% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Þetta eru ríflega tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu  Stöðvar 2 (37,2%).

Í könnuninni kom í ljós að 18,9% segjast bera mikið traust til fjölmiðlanna almennt. Þetta eru heldur fleiri en sögðust bera mikið traust til fjölmiðlanna í könnun sama efnis í maí 2009 þegar 14,9% sögðust bera mikið traust til fjölmiðlanna. Á sama tímabili hefur fjölda þeirra sem segist bera lítið traust til fjölmiðlanna fækkað úr 44,1% í 35,8.

Sé litið til einstakra fjölmiðla í má sjá að heldur fleiri segjast nú bera mikið traust til allra fjölmiðlanna en var í maí síðast liðnum. Aukningin er mest hjá Morgunblaðinu, sem bætir við sig 6,2% prósentustigum og fer úr 51,7% í 57,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert