Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, segir í Bylgjufréttum í dag að bæjarstjórn Hafnarfjarðar skýri alvarlega stöðu bæjarfélagsins með því að skýla sér á bak við lóðaskil. En kostnaður vegna lóðaskila hjá Hafnafjarðarbæ stendur nú í um 10 milljörðum króna
Rósa segir gríðarleg skuldasöfnun hafa átt sér stað en Hafnarfjörður hafi skuldað um 40 milljarða um áramót. Það væri bæði hneyksli og dapurlegt að tekin hafi verið erlend lán á góðæristímanum til að standa undir framkvæmdum.