Nýr formaður ungra VG í Reykjavík

Snærós Sindradóttir, formaður UVG á höfuðborgarsvæðinu.
Snærós Sindradóttir, formaður UVG á höfuðborgarsvæðinu.

Snærós Sindra­dótt­ir var kjör­in formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborg­ar­svæðinu á aðal­fundi fé­lags­ins í gær. Frá­far­andi formaður er Brynja Hall­dórs­dótt­ir sem gegnt hef­ur embætt­inu í tvö ár.

Í stjórn sitja átta ein­stak­ling­ar utan for­manns. Þau eru:

  • Ástríður Pét­urs­dótt­ir
  • Björk Em­ils­dótt­ir
  • Claudia Ov­eresch
  • Eva Hrund Hlyns­dótt­ir
  • Helgi Hrafn Ólafs­son
  • Ísleif­ur Eg­ill Hjalta­son
  • Silja Em­ils­dótt­ir
  • Stein­unn Ylfa Harðardótt­ir

Í álykt­un sem aðal­fund­ur Ungra vinstri grænna á höfuðborg­ar­svæðinu samþykkti um mennta­stefnu er stjórn LÍN og rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG hrósað fyr­ir hækk­un grunn­fram­færslu til þeirra sem taka náms­lán um 20% sam­hliða ýms­um aðgerðum sem miða að því að tryggja þeim sem
minnst hafa á milli hand­anna betra lífsviður­væri.

Í álykt­un fund­ar­ins um eign­ar­hald á HS Orku er hörmuð sú ákvörðun meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar að selja hlut Orku­veitu Reykja­vík­ur í HS Orku
til Magma Energy. UVG lýs­ir þeim ein­dregna vilja að auðlind­ir séu í þjóðar­eign. Laga­ákvæði sem hindra framsal og leigu til langs
tíma er sagt nauðsyn­legt.

Aðal­fund­ur Ungra vinstri grænna á höfuðborg­ar­svæðinu hvet­ur ráðherra í
vel­ferðarráðuneyt­um, heil­brigðis-, mennta- og fé­lags­málaráðuneyt­um, til að sýna festu á þess­um erfiðu tím­um niður­skurðar og standa und­ir nafni sem vel­ferðar- og vinstri­stjórn með því að byggja upp fé­lags­lega innviði Íslands.

Vefsíða UVG

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert