Ríkið komi til móts við sjóðinn

mbl.is

Það kemur ekki til greina að skerða atvinnuleysisbætur og álögur á atvinnurekendur verða ekki auknar, þar sem atvinnulífið ber það ekki sagði Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra í fréttum RÚV í dag en allt útlit er fyrir að Atvinnuleysistryggingasjóður tæmist um mitt næsta ár. Ríkissjóður verði að koma til móts við sjóðinn með framlögum og þá vonast Árni Páll til að hægt verði að draga úr atvinnuleysi á næsta ári.

Gert er ráð fyrir að Atvinnuleysistryggingasjóður þurfi að eiga um 29 milljarða til að eiga fyrir greiðslum vegna 9-10% atvinnuleysis sem spáð er á næsta ári. Sjóðurinn er fjármagnaður með tryggingagjaldi frá atvinnurekendum og þrátt fyrir hækkun gjaldsins á þessu ári og inneign frá góðæristímum mun það ekki duga til að standa straum af auknum útgjöldum sjóðsins.

Greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði námu um 4,5 milljörðum á síðasta ári og verða um 25 milljarðar í ár.

Væntanleg greiðsluskyldu á næsta ári úr sjóðnum nemur um 29 milljörðum en búist er við að tryggingagjald þess árs muni aðeins skila inn um 16 milljörðum. Eftir stendur 13 milljarða gat sem þarf að fylla en sjóðurinn hefur hingað til náð að standa undir greiðslum.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra.
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka