Ríkisskattstjóri biðst afsökunar

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri og Jón Jósef Bjarnason, handsala sættir …
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri og Jón Jósef Bjarnason, handsala sættir sínar í gærkvöldi. Mynd Lára Hanna Einarsdóttir

Lára Hanna Ein­ars­dótt­ir seg­ir á bloggi sínu í dag, frá því að sætt­ir hafi tek­ist milli Rík­is­skatt­stjóra, Skúla Eggerts Þórðar­son­ar og Jón Jós­efs Bjarna­son­ar, for­svars­manns IT ráðgjaf­ar og hug­búnaðarþjón­ustu, fyr­ir til­stilli hóps fólks sem vinni að auknu gagn­sæi upp­lýs­inga.

Hóp­ur­inn hafi fengið Skúla á fund með sér og Jóni Jós­ef og þar hafi Skúli út­skýrt hvers vegna lokað hafi verið fyr­ir aðgang Jóns Jós­efs að fyr­ir­tækja­skrá.

Hún seg­ir Skúla hafa beðið Jón Jós­ef af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um í fyrri til­kynn­ingu og áréttað að Jón Jós­ef hefði hvorki brotið lög né regl­ur. Skúli og Jón Jós­ef hafi síðan hand­salað sætt­ir.

Per­sónu­vernd úr­sk­urðaði á föstu­dag að að vinnsla IT ráðgjaf­ar- og hug­búnaðarþjón­ustu, sem hef­ur unnið að hug­búnaði sem sýn­ir tengsl ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, væri ekki leyf­is­skyld, miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem koma fram um vinnsl­una í um­sókn fyr­ir­tæk­is­ins. Hins veg­ar væri það Rík­is­skatt­stjóra að úr­sk­urða um aðgang að þeim upp­lýs­ing­um. Eft­ir að úr­sk­urður Per­sónu­vernd­ar var birt­ur sendi Rík­is­skatt­stjóri frá sér til­kynn­ingu þar sem hann sagði ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að for­ráðamaður IT ráðgjaf­ar og hug­búnaðarþjón­ustu fengi aðgang að gagna­grunni fyr­ir­tækja­skrár, í ljósi úr­sk­urðar­ins.

Rík­is­skatt­stjóri hafði áður sent frá sér til­kynn­ingu þar sem kom fram að IT hafi ekki haft starfs­leyfi frá Per­sónu­vernd þegar gerður var samn­ing­ur um miðlun upp­lýs­inga úr hluta­fé­laga­skrá. Lokað hafi verið fyr­ir aðgang IT ráðgjaf­ar þegar það hafi komið í ljós. Þá hafi ekki verið hægt að sjá annað en að for­ráðamaður­inn hafi sem fyrr­um starfsmaður Rík­is­skatt­stjóra nýtt sér upp­lýs­ing­ar án heim­ild­ar og sá þátt­ur sé nú til meðferðar. Rík­is­skatt­stjóri hef­ur nú beðið af­sök­un­ar á þeim um­mæl­um sín­um eins og fyrr seg­ir.

Blogg Láru Hönnu er að finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka