Rússalán innan seilingar

Rauða torgið í Moskvu.
Rauða torgið í Moskvu.

„Fyr­ir ári gekk það ekki eft­ir, en nú biðja ís­lensk stjórn­völd um lægra lán og ég veit að sér­fræðing­ar okk­ar eru með það til skoðunar. Annað veit ég ekki," seg­ir Victor I.  Tatar­intsev, sendi­herra Rúss­lands á Íslandi, í viðtali við Aust­ur­glugg­ann, en hann var á ferðalagi um Aust­ur­land ný­verið. 

Skömmu eft­ir banka­hrunið varð uppi fót­ur og fit þegar að Davíð Odds­son, þáver­andi seðlabanka­stjóri, lét þau orð falla í frægu Kast­ljósviðtali að Rúss­ar hefðu boðist til að lána Íslend­ing­um millj­arða evra.

Davíð dró þau um­mæli síðan til baka.

Ef marka má um­mæli Tatar­intsevs í viðtal­inu eru Rúss­ar boðnir og bún­ir til að greiða götu Íslend­inga.

„Við mun­um aðstoða Íslend­inga. Eina vanda­málið er að ákveðnir ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafa verið tor­tryggn­ir í garð Rússa og viljað meina að við vild­um aðstoða fjár­hags­lega til að fá af­not af Kefla­vík­ur­flug­velli eða nota okk­ur landið á ann­an hátt í póli­tísk­um til­gangi.

Að við mynd­um lána ykk­ur, en taka miklu meira í staðinn. Mér finnst hrein­lega grát­bros­legt að heyra meinta frjáls­lynda stjórn­mála­menn á Íslandi tala svona. Þetta er fortíð.“

Þessi orð sendi­herr­ans hljóta að vekja at­hygli en skammt er síðan Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra, færði rök fyr­ir því að Banda­rík­in hefðu gert mik­il mis­tök með því að loka her­stöðinni 2006 um leið og hann vísaði til auk­ins áhuga Rússa á Íslandi.

Viðtalið við Björn, Rússalán mun hafa heim­spóli­tísk áhrif, birt­ist á vef Net­varps­ins en það má nálg­ast hér.

Victor I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi.
Victor I. Tatar­intsev, sendi­herra Rúss­lands á Íslandi.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert