St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt

„Ögmund­ur not­ar aðra leið til að hætta starf­semi St. Jós­efs­spít­ala með því að loka á fjár­mögn­un lækn­is­verka. Rétt fyr­ir sum­ar­frí var 14 skurðlækn­um spít­al­ans sagt upp án frek­ari fyr­ir­vara. Á melt­ing­ar­sjúk­dóma­deild ligg­ur fyr­ir að starf­sem­in verði skert um tæp 35% á ár­inu,“ seg­ir Sig­ur­jón Vil­bergs­son, sér­fræðing­ur í lyflækn­is­fræði og melt­ing­ar­sjúk­dóm­um við St. Jós­efs­spít­ala.

Í Morg­un­blaðsgrein í dag seg­ir Sig­ur­jón fjár­magn til lækn­is­verka spít­al­ans á þrot­um og framtíð spít­al­ans í al­gjörri upp­lausn. Í grein­inni seg­ir hann að lítið hafi heyrst af áætl­un heil­brigðis­yf­ir­valda varðandi St. Jós­efs­spít­ala.

Mikið var fjallað um starf­semi spít­al­ans á sín­um tíma þegar fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, ætlaði að gera spít­al­ann að öldrun­ar­stofn­un og loka göngu­deild melt­ing­ar­sjúk­dóma og skurðstof­um.

„Bjarg­vætt­ur spít­al­ans var öfl­ug mót­mæli al­menn­ings og ekki síst Hafn­f­irðinga. Ný rík­is­stjórn með nýj­an heil­brigðisráðherra, Ögmund Jónas­son, tók við og öllu var slegið á frest og eng­ar stór­ar ákv­arðanir tekn­ar. Nú ligg­ur hins veg­ar ljóst fyr­ir að starf­semi spít­al­ans í nú­ver­andi mynd verður ekki söm. Ögmund­ur not­ar aðra leið til að hætta starf­semi St. Jós­efs­spít­ala með því að loka á fjár­mögn­un lækn­is­verka,“ seg­ir Sig­ur­jón í grein sinni.

Hann seg­ir að upp­sagn­ir 14 skurðlækna spít­al­ans og sú skerðing sem þær hafa í för með sér þýði að af 3000 spegl­un­um sem gerðar hafa verið ár­lega verði um 1000-1200 spegl­an­ir í upp­námi. Á göngu­deild melt­ing­ar­sjúk­dóma standi því ónýtt fjár­fest­ing í tækj­um og mannafla.

Sig­ur­jón spyr hvar eigi að veita sjúk­ling­um þjón­ustu. Að meðaltali grein­ist 3 sjúk­ling­ar á viku með ristil­krabba­mein á Íslandi eða ca. 136 ein­stak­ling­ar á ári.

„Verða þess­ir sjúk­ling­ar greind­ir ann­ars staðar? Er Land­spít­ali - há­skóla­sjúkra­hús til­bú­inn að taka við þessu verk­efni án taf­ar? Þar á að spara og al­gert ráðning­ar­stopp. Á að flytja verk­efn­in á stofu sér­fræðinga? Þar á niður­skurðar­hníf­ur­inn ör­ugg­lega eft­ir að sverfa til stáls á næstu miss­er­um. Er þetta sparnaður?,“ spyr sér­fræðing­ur­inn í Morg­un­blaðsgrein sinni.

„Síðast þegar leggja átti niður starf­semi St. Jós­efs­spít­ala lofaði heil­brigðisráðherra víðtæku sam­ráði og óskertri þjón­ustu. Nú virðist hins veg­ar vera ætl­un­in að leggja starf­sem­ina niður hægt og hljótt,“ seg­ir Sig­ur­jón Vil­bergs­son, sér­fræðing­ur í lyflækn­is­fræði og melt­ing­ar­sjúk­dóm­um við St. Jós­efs­spít­ala.

Sigurjón Vilbergsson, sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum við St. Jósefsspítala.
Sig­ur­jón Vil­bergs­son, sér­fræðing­ur í lyflækn­is­fræði og melt­ing­ar­sjúk­dóm­um við St. Jós­efs­spít­ala. mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert