Hollendingar bjartsýnir

Icesave
Icesave

„Ég veit að í íslenskum fjölmiðlum hefur verið talað um 2024 mörkin en
okkar afstaða er sú að peningarnir verði að skila sér á einn hátt eða annan. Við eigum nú í mjög jákvæðu og uppbyggilegu sambandi við bresk og íslensk yfirvöld," segir talsmaður hollensku samninganefndarinnar vegna Icesave-samninganna í samtali við mbl.is.  

„Við erum mjög bjartsýn og vonumst til og teljum að við getum náð góðri niðurstöðu fyrir alla aðila málsins, “sagði talsmaðurinn um væntingar Hollendinga. Hann vildi ekki tjá sig um inntak hugmynda hollenskra stjórnvalda sem íslensk stjórnvöld íhuga nú. Hann vildi ekki heldur staðfesta það sem komið hefur fram í fjölmiðlum að Bretar og Hollendingar leggi til að íslensk ríkisábyrgð verði framlengd um 16 ár, eða til 2040.

Hollensk stjórnvöld hafa ekki sett tímamörk fyrir svör íslenskra
stjórnvalda en vænta þess að fá svör eins fljótt og auðið er. „Þetta er ferli sem verður að vinna vel og því virðum við að allir málsaðilar taki
sinn tíma," segir talsmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka