Kolefnislosun Landsvirkjunar 1,3% af heildarlosun Íslands

Búrfellsvirkjun er ein af virkjunum Landsvirkjunar.
Búrfellsvirkjun er ein af virkjunum Landsvirkjunar. mbl.is/Ómar

Heild­ar­los­un frá starf­semi Lands­virkj­un­ar er ígildi tæp­lega 76.000 tonna af CO2. Er þá bæði tal­in með los­un vegna brennslu jarðefna­eldsneyt­is, los­un frá lón­um vatns­afl­virkj­ana og út­streymi frá gufu­afls­virkj­un­um, en hluti af því út­streymi er nátt­úr­legt úr­streymi frá jarðhita­svæði.

Þessi heild­ar­los­un Lands­virkj­un­ar er um 1,3% af heild­ar­los­un Íslands eins og hún er gef­in upp í út­streym­is­bók­haldi lands­ins. Fram kem­ur á vef Lands­virkj­un­ar að þetta sé at­hygl­is­vert út frá þeirri staðreynd að Lands­virkj­un fram­leiði yfir 70% af raf­orku lands­ins.

Þetta kem­ur fram í lofts­lags­bók­haldi Lands­virkj­un­ar fyr­ir árið 2008, sem ber heitið Kol­efn­is­spor Lands­virkj­un­ar.

Fram kem­ur á vef Lands­virkj­un­ar að þetta sé annað árið sem Lands­virkj­un gefi út lofts­lags­bók­hald fyr­ir starf­semi sína og með þessu vilji fyr­ir­tækið sýna for­dæmi þeim sem vilji halda bók­hald um kol­efn­is­los­un sína.

Stefnt sé að því að gera starf­semi Lands­virkj­un­ar kol­efn­is­hlut­lausa.

Einnig kem­ur fram í skýrsl­unni að los­un vegna brennslu jarðefna­eldsneyt­is hjá Lands­virkj­un sé ígildi tæp­lega 1.400 tonna af CO2. Þá sé tal­in öll los­un frá far­ar­tækj­um og vél­um fyr­ir­tæk­is­ins ásamt los­un vegna flug­ferða starfs­manna.
 
Raf­orku­vinnsla í vatns­afls­virkj­un­um Lands­virkj­un­ar losi um á bil­inu 450-900 sinn­um minna af gróður­húsalofti á orku­ein­ingu en kola­orku­ver. Fyr­ir jarðhita­virkj­an­ir Lands­virkj­un­ar er þessi tala 9 sinn­um lægri en í kola­orku­veri.
 
Með til­komu Hálslóns hafi los­un frá lón­um auk­ist um 90% en rann­sókn­ir sýni jafn­framt að los­un gróður­húsalofts úr lón­um fyr­ir­tæk­is­ins sé ein­ung­is um 30% af því sem alþjóðleg viðmið geri ráð fyr­ir.

Þá komi fram að rann­sókn­ir sýni að rækt­un og upp­græðsla sem Lands­virkj­un hafi staðið að á und­an­förn­um árum bindi um 68% af því kol­efni sem losni vegna raf­orku­vinnslu í vatns­afls­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert