Norðurlöndin fái fulltrúa á fundum G20

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands.
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands. mbl.is/Eggert

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir að Norðurlöndin ættu að eiga fulltrúa á leiðtogafundum svonefndra G20 ríkja. Um er að ræða 19 stærstu hagkerfi heims auk Evrópusambandsins. Leiðtogafundur G20 verður haldinn í vikunni í Pittsburg í Bandaríkjunum.

Støre sagði við dagblaðið Bergens Tidende um helgina, að samanlagt hagkerfi Norðurlandanna væri það meðal 10 stærstu hagkerfa heims og löndin framlag þeirra til Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana væri einnig mikið.

Norski utanríkisráðherrann segist þegar hafa rætt þetta við norræna starfsbræður sína og muni taka málið upp aftur þegar þeir hittast í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert