Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sækir 64. alþjóðaþing Sameinuðu þjóðanna sem verður sett á miðvikudag. Hann mun flytja aðalræðu fyrir Íslands hönd á laugardag. Skv. upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður Össur eini íslenski ráðherrann sem mun sækja þing SÞ. Össur heldur utan í dag.
Össur mun leiða fund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem fram fer á miðvikudag.
Össur mun sækja leiðtogafund um loftlagsbreytingar, sem framkvæmdastjóri SÞ, Ban Ki-moon, efnir til. Það mun Össur taka þátt í hringborðsumræðum um hvernig megi tryggja hagvöxt í heiminum án þess að auka á losun gróðurhúsalofttegunda.
Hann mun einnig sitja fund öryggisráðsins um afvopnunarmál á fimmtudaginn.
Þingið fer fram í New York.