Óvíst að Íbúðalánasjóður ráði við að yfirtaka húsnæðislán

mbl.is/Sverrir

Talsmaður neytenda sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að óvíst væri að Íbúðalánasjóður ráði við að taka við íbúðalánum bankanna. En vilji er fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn taki á næstunni yfir öll húsnæðislán bankanna til að auðvelda það að bjóða upp á samræmd úrræði fyrir skuldara.

Fram kom í Fréttablaðinu í dag, að fundað hafi verið stíft um málið síðustu daga og vonir manna standi til að unnt verði að kynna tillögur í þessa veru í vikunni eða í síðasta lagi strax eftir næstu helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka