Ærin Bylgja „gekk aftur"

Ærin Bylgja í Kinnarstaðarétt.
Ærin Bylgja í Kinnarstaðarétt. mynd/Reykhólavefurinn

Ærin Bylgja fór á fjall í fyrra­vor með eitt lamb en um haustið skilaði hún sér ekki af fjalli. Að minnsta kosti skilaði hún sér ekki til eig­and­ans, Indíönu Ólafs­dótt­ur á Reyk­hól­um. Lambið skilaði sér hins veg­ar en ærin var tal­in af, hefði lík­lega orðið af­velta og drep­ist.

En nú kem­ur fram á vef Reyk­hóla­hrepps, að á sunnu­dag­inn síðasta hafi verið réttað í Kinn­arstaðarétt í Reyk­hóla­sveit og þá birt­ist kind­in sprellif­andi, auðþekkt á bæj­ar­núm­eri og í út­liti.

„Þarna er Bylgja sem drapst í fyrra," seg­ir  Reyk­hóla­vef­ur­inn að eig­and­inn hafi sagt við nærstadd­an mann. Ærin hafði bæði verið rúin og eign­ast lamb í vor.

Reyk­hóla­vef­ur­inn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert