Ærin Bylgja „gekk aftur"

Ærin Bylgja í Kinnarstaðarétt.
Ærin Bylgja í Kinnarstaðarétt. mynd/Reykhólavefurinn

Ærin Bylgja fór á fjall í fyrravor með eitt lamb en um haustið skilaði hún sér ekki af fjalli. Að minnsta kosti skilaði hún sér ekki til eigandans, Indíönu Ólafsdóttur á Reykhólum. Lambið skilaði sér hins vegar en ærin var talin af, hefði líklega orðið afvelta og drepist.

En nú kemur fram á vef Reykhólahrepps, að á sunnudaginn síðasta hafi verið réttað í Kinnarstaðarétt í Reykhólasveit og þá birtist kindin sprellifandi, auðþekkt á bæjarnúmeri og í útliti.

„Þarna er Bylgja sem drapst í fyrra," segir  Reykhólavefurinn að eigandinn hafi sagt við nærstaddan mann. Ærin hafði bæði verið rúin og eignast lamb í vor.

Reykhólavefurinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert