Átti fund með Strauss-Kahn

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag formlegan fund með Dominique Strauss-Kahn aðalframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fundurinn fór fram í New York.

Utanríkisráðherra fór ítarlega yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi og framgang efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar sem mótuð var í samstarfi við AGS. Einnig útskýrði ráðherra stöðuna í Icesave-málinu fyrir framkvæmdastjóranum.

Dominique Strauss-Kahn, aðalframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, aðalframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert