Bæjarstjórinn í Grindavík á sjúkrahús

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, var lögð inn á Landspítalann í gær eftir að hafa fengið hjartsláttartruflanir. Fram kemur á vef Grindavíkur, að Jóna Kristín hafi  féngið að fara heim í dag en verið fyrirskipað af læknum að taka því rólega á næstunni og verði undir eftirliti.

Haft er eftir Jónu Kristínu að hún segist vænta þess að mæta fljótlega til starfa á ný.

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir var í ágúst valin sóknarprestur í Kolfreyjustaðaprestakalli frá 1. september. Fram kom jafnframt að hún myndi áfram sinna störfum bæjarstjóra Grindavíkur næstu tvo til þrjá mánuðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert