Seinkun verður á ferðum ferjunnar Baldurs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í dag. Ástæðan fyrir seinkuninni er að bíða þurfti eftir því að fjaraði undan skipinu til þess að hægt væri að keyra bílum og gámum um borð.
Baldur lagði af stað í fyrri ferð frá Vestmannaeyjum kl.10:30 í morgun og er áætluð brottför frá Þorlákshöfn kl. 14, að sögn Eimskips. Seinni ferðin er áætluð frá Vestmannaeyjum kl. 17:30 og frá Þorlákshöfn kl. 21 í kvöld.
Rúta fer frá BSÍ kl. 13 í stað 10:40 og kl. 20 í kvöld í stað 17:50.