Ferjuferð seinkar frá Eyjum

Baldur.
Baldur.

Seink­un verður á ferðum ferj­unn­ar Bald­urs milli Vest­manna­eyja og Þor­láks­hafn­ar í dag. Ástæðan fyr­ir seink­un­inni er að bíða þurfti eft­ir því að fjaraði und­an skip­inu til þess að hægt væri að keyra bíl­um og gám­um um borð.

Bald­ur lagði af stað í fyrri ferð frá Vest­manna­eyj­um kl.10:30 í morg­un og er áætluð brott­för frá Þor­láks­höfn kl. 14, að sögn Eim­skips. Seinni ferðin er áætluð frá Vest­manna­eyj­um kl. 17:30 og frá Þor­láks­höfn kl. 21 í kvöld.

Rúta fer frá BSÍ kl. 13 í stað 10:40 og kl. 20 í kvöld í stað 17:50.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert