Fjármálaráðherra bjartsýnn

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon fyrir þingflokksfund stjórnarflokkanna í …
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon fyrir þingflokksfund stjórnarflokkanna í dag. mbl.is/Kristinn

„Það er ekk­ert skrítið að mats­fyr­ir­tæk­in kom­ist að þeirri niður­stöðu að það sé enn mik­il óvissa í þess­um efn­um,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra um stöðumat er­lendra aðila á ís­lensku at­vinnu­lífi, sem hann er full­ur bjart­sýni um að muni sýna aðlög­un­ar­hæfni sína á næst­unni.  

„Ég hef hins veg­ar trölla­trú á því að ís­lenskt at­vinnu­líf muni sýna aðlög­un­ar­hæfni sína og kraft og koma mönn­um á óvart í þeim efn­um, að því til­skyldu að okk­ur gangi vel að ryðja þeim hindr­un­um úr vegi sem þar eru.

Þar nefni ég auðvitað sér­stak­lega úr­vinnslu skulda­vanda fyr­ir­tækj­anna og að þau kom­ist á traust­ari grunn með sinn fjár­hag þannig að þau geti farið að fjár­festa og hefja sókn og ráða fólk á nýj­an leik, von­andi á næsta ári eða sem allra fyrst,“ seg­ir Stein­grím­ur, sem tel­ur að þrátt fyr­ir allt sé staðan hér til dæm­is betri en í Lit­há­en, þar sem hrun fjár­mála­markaðar­ins hef­ur leikið efna­hag­inn grátt.  

„Þrátt fyr­ir allt er niður­sveifl­an hér minni ef við skoðum hana í sam­an­b­urði ... At­vinnu­leysi er hér að reyn­ast held­ur minna og sam­drátt­ur þjóðartekna held­ur minni en spáð var og í þeim sam­an­b­urði  stönd­um við ekki illa. En áfallið er að ýmsu öðru leyti er mjög stórt hér. Það lenda mikl­ar byrðar á rík­is­sjóð vegna falls bank­anna og tengdra at­b­urða. Þannig að við höf­um verk að vinna.“

Skatta­hækk­an­ir eiga ekki að koma á óvart

Innt­ur eft­ir því hvort búið sé að út­færa fyr­ir­hugaðar skatta­hækk­an­ir seg­ir Stein­grím­ur þá vinnu enn ekki liggja fyr­ir. Þær fyr­ir­ætlan­ir eigi ekki að koma á óvart.

„Það er al­veg ljóst að til þess að ná betri tök­um á rík­is­fjár­mál­un­um að þá verðum við að gera hvoru tveggja, að ráðast í mikl­ar sparnaðaraðgerðir og afla meiri tekna... Við erum að fara yfir skatt­kerfið í heild sinni og meta úrræðin í ljósi aðstæðna og hvernig þetta kem­ur fé­lags­lega og efna­hags­lega best út.

Við reyn­um að sjálf­sögðu að huga að því að verðlags­áhrif verði sem minnst og þá við erum þá líka að reyna að þróa okk­ar skatt­kerfi til framtíðar, til dæm­is í því formi að taka í meira mæli upp um­hverf­is og auðlinda­tengd gjöld og annað í þeim dúr,“ seg­ir Stein­grím­ur sem tel­ur það liggja „al­ger­lega fyr­ir“ að bein­ir og óbein­ir skatt­ar muni hækka.

„Það ligg­ur al­ger­lega fyr­ir að veru­leg­ur hluti af aðlög­un­araðgerðum verður í formi auk­inn­ar tekju­öfl­un­ar, vænt­an­lega eitt­hvað minna en helm­ing­ur þó þannig að þung­inn fær­ist núna í þess­ari um­ferð í meira mæli yfir á sparnaðar- og niður­skurðaraðgerðir held­ur en var til dæm­is síðastliðið vor.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert