Húsið fer ekki á útsölu

 „Við höfum undirbúið það í nokkur ár að flytja alla starfsemina á einn stað,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Stjórnstöð fyrirtækisins við Bústaðaveg 7 hefur nú verið auglýst til sölu. Landsvirkjun á stærstan hluta í Landsneti, 64,73%, aðrir eigendur eru RARIK, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða. „Það hillir undir það núna í næsta mánuði að við verðum komin með alla okkar starfsemi á Gylfaflöt 9 og stjórnstöðin mun flytja þangað,“ segir Þórður.

„Því er ekki að neita að þegar ákvörðun var tekin um að fara hingað voru allar aðstæður aðrar í þjóðfélaginu. Það lá fyrir þá að auðvelt yrði að selja húsið,“ segir hann og bætir við að þegar hafi nokkrir sýnt húsinu áhuga hvort tveggja til kaups eða leigu. Ekki hefur þó borist tilboð. Um verðið vildi hann sem minnst segja. „En það fer ekki á útsölu, ég get alveg fullyrt það.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert