Innan við þriðjungur tilbúinn í greiðsluverkfall

Um 30% þeirra, sem tóku þátt í skoðana­könn­un á veg­um Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, sögðust reiðubú­in til að taka þátt í tíma­bundnu greiðslu­verk­falli og 16% sögðust til­bú­in til að taka þátt í greiðslu­verk­falli til langs tíma.

Mik­ill meiri­hluti, rúm­lega 87%, sagðist hins veg­ar vera til­bú­inn til að taka þátt í að þrýsta á stjórn­völd um aðgerðir í þágu heim­il­anna og 56% sögðust vera til­bú­in til að taka þátt í hóp­mál­sókn gagn­vart fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Þá sögðust 63,7% reiðubú­in til að greiða ein­göngu af lán­um í sam­ræmi við upp­haf­lega greiðslu­áætlun.

39,7% sögðust til­bú­in til að taka lausa­fjár­muni sína út úr rík­is­bönk­um og 30,1% að færa alla fjár­muni sína og bankaviðskipti frá nú­ver­andi viðskipta­banka til annarr­ar fjár­mála­stofn­un­ar.

Capacent gerði könn­un­ina fyr­ir Hags­muna­sam­tök heim­il­anna dag­ana 25. ág­úst til 10. sept­em­ber. Úrtakið var 1678 manns á öllu land­inu, 16 ára eða eldri, handa­hófs­vald­ir úr þjóðskrá. End­an­legt úr­tak var 864 manns og svar­hlut­fall 52,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert