Óánægðir með borgaryfirvöld

Af vef smábátasjómanna
Af vef smábátasjómanna

Félagsmenn í Smábátafélagi Reykjavíkur lýstu yfir óánægju sinni með áhugaleysi borgaryfirvalda um sterka smábátaútgerð í Reykjavík á aðalfundi félagsins sem var haldinn nýverið, að því er fram kemur á vef félagsins.

„ Smábátaeigendur hafa verið beittir þrýstingi um að færa alla starfsemi sína úr Grófinni yfir á Granda.  Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur telur að slíkt muni skaða miðbæjarímynd borgarinnar. 

Borgaryfirvöld eru hvött til að hafa samráð við Smábátafélag Reykjavíkur við allar breytingar á skipulagi sem lúta að aðstöðu smábátaútgerðarinnar í borginni," að því er segir á vef félagsins.

Sjá nánar 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert