Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, mun á morgun setja Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands með því að halda fyrirlestur á táknmáli. Svandís er m.a. menntaður táknmálstúlkur og starfaði um tíma sem kennslustjóri í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn, sem hefst klukkan 11:40 í stofu 104 á Háskólatorgi, verður túlkaður fyrir þá sem ekki tala táknmál. Hann ber titilinn: Konur, karlar og umhverfið: Mikilvægi kynjasjónarmiða í umræðunni um loftslagsbreytingar.