Þakið skarst af bílnum

Umferðarslys varð á Miklubraut við Höfðabakkabrú þegar flutningabifreið ók undir brúna með hliðarhlera opinn. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) rifnaði hlerinn af bifreiðinni með þeim afleiðingum að hann féll á fólksbifreið.  Stúlka var í bifreiðinni en hún slapp með minniháttar meiðsl.

Tilkynning barst um kl. 9:30. Umferðartafir hafa verið á Miklubraut í vesturátt í kjölfar slyssins, og að sögn lögreglu verður Vesturlandsvegur lokaður til vesturs til kl. 11 á meðan lögreglumenn eru að störfum á vettvangi.

Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Að sögn SHS varð ekki að beita klippum til að ná stúlkunni úr bifreiðinni því hlerinn náði að skera hluta þaksins á fólksbifreiðinni með þeim afleiðingum að það opnaðist að hluta.

Hliðarhlerinn rifnaði af flutningabifreiðinni þegar hann skall á brúna.
Hliðarhlerinn rifnaði af flutningabifreiðinni þegar hann skall á brúna. mbl.is/Júlíus
Eins og hér sést þá skemmdist bifreiðin mikið. Hlerinn skar …
Eins og hér sést þá skemmdist bifreiðin mikið. Hlerinn skar hluta þaksins þannig að það opnaðist að hluta. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert