Vilja láta auka þorskkvóta

Stjórnir Farmanna- og fiskimannasamband Íslands og Félags skipstjórnarmanna  skora á sjávarútvegsráðherra að auka verulega við útgefinn þorskkvóta.Þetta kemur fram í ályktun frá félögunum. 

„Bein sókn í þorskstofninn er um þessar mundir aðeins örlítið brot af því sem verið hefur í gegn um tíðina.  Á sama tíma eru fiskimenn almennt, sem aldrei fyrr, á einu máli um að ástand þorskstofnsins sé mun betra en fram kemur í gögnum Hafrannsóknarstofnunar og þar af leiðandi engin áhætta tekin með ákvörðun um aukningu. "

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert