Áhyggjur af óvissunni um álver á Bakka

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson. mbl.is/RAX

Umræður fóru fram um stöðu at­vinnu­mála á fundi miðstjórn­ar ASÍ í dag og komu fram mikl­ar áhyggj­ur af þeirri óvissu sem uppi er um ork­u­nýt­ingu í Þing­eyj­ar­sýslu og fyr­ir­hugað ál­ver á Bakka, að sögn Gylfa Arn­björns­son­ar, for­seta ASÍ.

Gylfi seg­ir að vissu­lega sé já­kvætt að vinna er haf­in um op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir og sam­starf við líf­eyr­is­sjóði. „en að sama skapi er umræða um stóriðju­mál­in og orku­mál­in kom­in í tals­verða óvissu. Í þeirri stöðu sem við erum í í dag er all­ur svona hringlanda­hátt­ur vond­ur.

Það kom fram mik­ill skiln­ing­ur á áhyggj­um fé­laga okk­ar í Þing­eyj­ar­sýsl­un­um vegna upp­hlaups­ins í kring­um verk­efnið á Bakka. Það er búið að leggja gríðarlega vinnu og fjár­muni í þetta verk­efni. Menn eru áhuga­sam­ir um að unnið verði áfram að þessu verk­efni, en það er svo slegið út af borðinu með því að menn vilji fá eitt­hvað annað. Nú má vel vera að setja eigi það verk­efni í þann bún­ingi að vera með verk­efni með ákvörðun stjórn­valda verði kleift að vinna á báðum víg­stöðum. Gera þeim fyr­ir­tækj­um sem hafa áhuga á að koma þarna kleift að gera það, hvort sem menn eru að tala um gagna­geymslu­ver, ál­ver eða annað. En aðal­atriðið er að vinna áfram að ein­hverj­um raun­hæf­um lausn­um fyr­ir þetta at­vinnusvæði. Ekki að slá málið út af borðinu og segja bara eitt­hvað annað,“ seg­ir Gylfi.

Á fundi miðstjórn­ar fór einnig fram umræða um mögu­leg­ar úr­lausn­ir vegna greiðslu­vanda heim­il­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert