Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsystur

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsystur sinni en samkvæmt ákæru er maðurinn sakaður um að hafa beitt stúlkuna ofbeldi í allt að 40 skipti á tímabilinu 1999 til 2003. 

Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. Ákæruvaldið vildi kalla til starfsmann Stígamóta sem vitni til að láta hann staðfesta vottorð, sem hún gaf um þær afleiðingar, sem brot mannsins hafði.

Verjandi sakborningsins krafðist þess að beiðni ákæruvaldsins yrði hafnað en bæði héraðsdómur og Hæstiréttur komust að þeirri niðurstöðu, að kalla mætti starfsmanninn fyrir dóminn sem vitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert