Biðskýli flutt í Hafnarstræti

Biðskýlið fyrir leigubíla við Hafnarstræti
Biðskýlið fyrir leigubíla við Hafnarstræti

Biðskýli fyrir þá sem vilja ná leigubíl eftir miðnætti um helgar í miðborginni hefur verið flutt norður fyrir Lækjartorg og er nánar tiltekið við Hafnarstræti 22. Kemur fram á vef Reykjavíkurborgar að eldri staðsetning biðskýlisins við Mæðragarðinn skapaði mikið áreiti og ónæði fyrir íbúa í nágrenninu.

„Nú í vikunni verður skýlið merkt með áberandi hætti þannig að enginn þurfi að velkjast i vafa um að hann sé á rétta staðnum. Á þeim tímum sem leigubílar anna eftirspurn munu þeir geta beðið á bílastæðinu gengt biðskýlinu og rennt að því þegar viðskiptavinir koma.

Stillingu umferðarljósa við Lækjargötu verður breytt til að greiða fyrir umferð leigubíla frá bílastæðinu. Nýja staðsetningin var ákveðin í samráði við samtök leigubílstjóra og verða næstu 3 – 4 mánuðir reynslutími fyrir nýju staðsetninguna," að því er segir á vef Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert