Hafist verður handa í vikunni við að leggja bundið slitlag á fimmtán kílómetra kafla á Suðurstrandarvegi, frá Þorlákshöfn og niður í Selvog.
Fram kemur á heimasíðu Grindavíkur, að samkvæmt verkáætlun verktakans KNH-verktaka á Ísafirði verði byrjað að vinna við veginn vestan við Selvog um áramót og kaflinn að Krýsuvík kláraður næsta sumar.
Aðeins á eftir að bjóða út 15 km kafla frá Krýsuvíkurvegi að Ísólfsskóla en Grindavíkurbær segir að nú sé ljóst að hann verði ekki boðinn út í haust eins og til stóð vegna niðurskurðar á fjármagni til vegamála. Alls óljóst sé hvort það verði á næsta ári.