Ekkert ákveðið með skimanir vegna kreppu

Unnið við blóðskimun á Landspítalanum
Unnið við blóðskimun á Landspítalanum mbl.is/ÞÖK

Engar ákvarðanir verða teknar varðandi bólusetningar og skimanir vegna smitsjúkdóma og krabbameina. Ástæðan er slæmt efnahagsástand, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu.

Niðurstaða ráðgjafahóps á vegum ráðuneytisins, sem skilaði tillögum sínum rétt fyrir hrun bankanna, var að bólusetningar 12 ára stúlkna gegn leghálskrabbameinsvaldandi veirum virtust kostnaðarhagkvæmar.

Vinnuhópur lagði til í fyrra að könnuð yrði hagkvæmni bólusetningar barna gegn pneumókokkum sem er algeng orsök lungnabólgu og eyrnabólgu og jafnframt heilahimnubólgu.

Árið 2007 ályktaði Alþingi að fela heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi þannig að skipulögð leit hæfist á árinu 2008. Sú leit er enn ekki hafin. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert