Íslenska skyrið siggi's þykir gott

Þjóðarrétturinn smakkast vel í Bandaríkjunum.
Þjóðarrétturinn smakkast vel í Bandaríkjunum. Árni Torfason

Íslenska skyrið siggi’s fær mjög jákvæða umfjöllun í bloggi um heilsu og næringu í bandaríska glanstímaritinu Glamour en þar fær höfundur vart haldið vatni yfir því hversu góð þessu nýja og óvenjulega íslenska jógurt er.

Bloggritari segist hafa ákveðið að prófa skyrið sem er selt í fjórum bragðtegundum, þ.e. hreint, vanillu, akaiberja, og appelsínu- og engifer.

Bloggritari sem talar ávallt um skyrið sem jógúrt, ber það saman við hefðbundna jógúrt og finnst það minna á gríska jógúrt, enda þykkt og kremkennt. Þá sé það hálfsúrt en samt gott. Skyrið sé ekki sætt og í raun eina jógúrtin sem hann hefur fundið innan Bandaríkjanna sem kemst næst því að vera evrópsk.

Þá finnst höfundi frábært að umbúðirnar séu helmingi þynnri en vanalega gildir um jógúrtumbúðir, eini gallinn sé sá að jógúrtin sé helst til dýr. Hver dós kostar um tvo bandaríkjadali sem gerir tæpar tvöhundruð og fimmtíu krónur en greinarhöfundur segir það vel þess virði að gera vel við sig með skyrinu af og til.

Bent er á að siggi's skyrið fáist í verslunum Whole Food, auk annarra verslana og lesendur hvattir tl að athuga hvort það sé til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert