Hægt að lækka lyfjakostnað um 100 milljónir

Hægt er að draga úr beinþynningu með heilsusamlegu líferni, kalk- …
Hægt er að draga úr beinþynningu með heilsusamlegu líferni, kalk- og D-vítamínríku fæði mbl.is/Árni Sæberg

 Mun al­geng­ara er að dýr­ari lyf séu notuð í meðferðum við beinþynn­ingu á Íslandi held­ur en ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um. Kostnaður sjúkra­trygg­inga vegna beinþynn­ing­ar­lyfja nam 167 millj­ón­um króna á síðasta ári. Ef notk­un lyfja, sem mælt er með og eru ódýr­ust, væri sam­bæri­leg hér á landi og í Nor­egi og Dan­mörku væri hægt að lækka lyfja­kostnað um 100 millj­ón­ir kr. á árs­grund­velli.

Þetta kem­ur fram í  ný­út­gefnu frétta­bréfi lyfja­deild­ar Sjúkra­trygg­inga Íslands.

Al­endrón­sýra 70 mg einu sinni í viku er ráðlagt sem fyrsta val í
meðferð við beinþynn­ingu. Er­lend­ar hag­kvæmniút­tekt­ir mæla
með al­endrón­sýru viku­lega sem best­um kosti til að há­marka
ávinn­ing að teknu til­liti til kostnaða. Þrátt fyr­ir það eru mun fleiri ein­stak­ling­ar á Íslandi á öðrum lyfj­um til meðferðar við beinþynn­ingu. Um 1.300 ein­stak­ling­ar eru á al­endrón­sýru lyfj­um á meðan um 1.900 ein­stak­ling­ar eru á öðrum lyfj­um í þess­um flokki.

Í sam­an­b­urði við notk­un þess­ara lyfja hér á landi, í Nor­egi og
Dan­mörku, kem­ur í ljós að Norðmenn nota al­endrón­sýru í um
96% til­vika, Dan­ir í 89% til­vika en Íslend­ing­ar í um 50% til­vika, að því er fram kem­ur í frétta­bréfi Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands.


Beinþynn­ing (osteoporos­is) er sjúk­dóm­ur, sem veld­ur því, að bein­in tapa kalki. Við það minnk­ar styrk­ur þeirra og þau verða mjög brot­hætt. Al­geng­ast er, að fram­hand­leggs­bein, lær­leggs­bein (lær­leggs­háls) og hryggj­arliðsbol­ir brotni. Sjúk­dóm­ur­inn er sjald­gæf­ur hjá ein­stak­ling­um und­ir 55 ára aldri, en tíðni hans eykst jafnt og þétt með aldr­in­um og er mun al­geng­ari hjá kon­um en körl­um.

Sjá nán­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert